Frá hugmynd til áhrifa: nýsköpun í þágu framtíðar 🚀

Hvað er Snjallræði?

Snjallræði er háskólahraðall þar sem frumkvöðlateymi eða verðandi frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir og vinna að lausnum, vörum eða verkefnum sem skipta máli fyrir framtíðina.

👩‍🔬 Snjallræði er ætlað vísindafólki, nemendum og starfsfólki háskólanna – en háskólahraðallinn er líka opinn fyrir öllum sem brenna fyrir stórum hugmyndum.

Þátttakendur fara í gegnum hnitmiðað sprotahönnunarferli með leiðsögn sérfræðinga og ráðgjafa úr háskólasamfélaginu en tengjast jafnframt sterku neti úr atvinnulífinu.

✨ Hraðallinn er rekinn í samstarfi við MIT DesignX og byggir á þeirra aðferðafræði. Sérstaðan felst í því að hönnunarhugsun er ofin inn í nýsköpunarferlið, sem gerir kleift að spyrja gagnrýninna spurninga og sameina það besta úr framkvæmdadrifnu atvinnulífi og rannsóknamiðuðu háskólasamfélagi.

Framúrskarandi teymi tóku þátt í fyrra

Ellefu teymi voru valin til þátttöku í Snjallræði árið 2024 og áorkuðu þau miklu undir leiðsögn reynds hóps mentora á þeim 16 vikum sem vaxtarrýmið spannaði. Verkefni teymanna voru afar fjölbreytt og fást við ólíkar samfélagslegar áskoranir, sem snerta jafnt unga sem aldna og styðja m.a. við innflytjendur, fólk með geðraskanir og náttúruna.  

Velferðalag

Animara

Vitkast

Fréttir

8. okt. 2025

Úr ringulreið í skýrleika á Húsavík

Önnur vinnustofa Snjallræðis tvinnuð saman við Hönnunarþing Húsavíkur

Lesa meira
26. sept. 2025

Snjallræði á Hönnunarþingi 2025

Dagana 26.–27. september fer Hönnunarþing (Design Thing) fram á Húsavík. Þema þingsins í ár er matur og hvernig hann birtist í hönnun og nýsköpun.

Lesa meira
23. sept. 2025

Hvað eru „impact startups” – og hvers vegna skipta þau máli?

Á síðustu árum hefur orðið til nýr flokkur sprotafyrirtækja sem sækja fram með miklum krafti: „impact startups”.

Lesa meira